Lykilatriði að missa sig ekki ofan í kökudunkinn
Jólin eru á næsta leiti og þá gerir fólk jafnan vel við sig í mat og drykk. Auðvelt er að missa sig í átinu á öllum kræsingunum og margir eiga það til að bæta á sig einu eða fleiri kílóum yfir hátíðirnar. En hvernig getum við notið matarins án þess að fá nagandi samviskubit? Vikudagur spjallaði við Arnþrúði Eik Helgadóttur, einkaþjálfara og einn eiganda CrossFit Hamars líkamsræktarstöðvar, um lykilinn að því að halda línunum í þokkulegum farvegi yfir jólin og forvitnaðist einnig um CrossFit-íþróttina. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.
-þev