Það þurfti 120 kílóa kraftlyftingamann til að rjúfa áratuga einokun kvenna á titlinum Íþróttamanni ársins á Akureyri. Viktor Samúelsson úr KFA var kjörinn íþróttamaður Akureyrar árið 2015 en hann á einstakt ár að baki í íþróttinni. Hann vann það afrek í haust að verða yngstur Íslendinga til að lyfta 300 kg í bekkpressu, er í 18. sæti á heimslista í sínum þyngdarflokki og fremstur á Norðurlöndunum í sínum aldursflokki.
Vikudagur fékk sér kaffibolla með íþróttamanninum stæðilega en nálgast má viðtalið í prentúgáfu Vikudags.