Lýðheilsuvika Völsungs haldin í fyrsta sinn

Húsavík.
Húsavík.

Dagana 19.-26. júlí verður Lýðheilsuvika Völsungs haldin í fyrsta skipti. Umsjón vikunnar er í höndum fulltrúa frá Almenningsíþróttadeild félagsins. Hugmyndin að verkefninu er nokkurra ára gömul. Það sem vakti fyrir upphafsfólki verkefnisins var að bjóða upp á ýmiskonar viðburði í Mærudagavikunni sem allir ættu það sameiginlegt að stuðla að góðri lýðheilsu á einn eða annan hátt.

Óformlegur undirbúningur hófst í nóvember þar sem sótt var um styrk í Lýðheilsusjóð embættis landlæknis. Verkefnið hlaut svo styrkúthlutun eftir áramót og síðan þá hefur verið unnið markvisst að dagskrá. Viðburðirnir eru mjög fjölbreyttir og koma bæði inn á snertifleti líkamlegrar og andlegrar heilsu.

Dagskrána og frekari upplýsingar um viðburðina má finna inni á facebooksíðu Lýðheilsuviku Völsungs.


Athugasemdir

Nýjast