Löng bið eftir leiguhúsnæði
Alls eru 139 umsækjendur á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ og 35 manns á sérstökum forgangslista. Langflestir, eða 88 eru að bíða eftir tveggja herbergja íbúð og þar er áætlaður biðtími þrjú ár eða lengri. Um tveggja ára bið er eftir fjögurra herbergja íbúð en þar eru 26 á biðlista. Jafn margir bíða eftir fimm herbergja íbúð en aðeins sex slíkar íbúðir eru í boði hjá bænum og er meðalbiðtími í kringum 3-4 ár hið minnsta.
Jón Heiðar Daðason, húsnæðisfulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir að á undanförnum árum hafi umsækjendum fjölgað og biðtíminn lengst. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev