Austfirðigar og Húnvetningar mætast í árlegu Lomberslag í Sveinbarnargerði í Eyjafirði á laugardaginn. Gert er ráð fyrir að um fimtíu manns taki þátt í spilamennskunni, keppni hefst um hádegisbil. Um er að ræða árlegt mót í Lomber og hefur þátttakan flest árin verið góð.
Lomber er þriggja manna spil, en algengt er að fjórir spili í einu og situr þá einn yfir í hverju spili. Lomber má flokka með fjárhættuspilum þó sjaldnast sé spilað um upphæðir sem einhverju máli skipta. Lomber er svokallað sagnaspil, sem þýðir einfaldlega að markmið spilamanna í hverri umferð ræðst af því hvaða sögn er spiluð, en alls eru 11 sagnir í spilinu, hver með sínar spilareglur.