Lokið gluggum og hækkið í ofnum

Mengun mælist mikil á Akureyri. Myndina tók Þorgeir Baldursson í morgun.
Mengun mælist mikil á Akureyri. Myndina tók Þorgeir Baldursson í morgun.

Mikil gosmengun mælist á Akureyri þessa stundina en sjálfvirkur mælir Umhverfisstofnunar sýnir 4000 míkógrömm á rúmmetra. Almannavarnir hafa sent íbúum á Eyjafjarðarsvæðinu SMS-skilaboð þar sem fólk er hvatt til að loka gluggum, hækka í ofnum og halda sér innandyra. Dökkt mistur liggur yfir Eyjafirði og hefur gangandi fólk á leið í vinnu fundið fyrir óþægindum vegna mengunarinnar. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við gasmengun á Norðurlandi í dag frá Eyjafirði vestur á Húnaflóa, einnig V-lands frá Barðaströnd suður á Reykjanes.

Nýjast