Í dag, mánudaginn 31. ágúst, er unnið að malbikun við nýtt hringtorg á gatnamótum Borgarbrautar og Bugðusíðu á Akureyri og er svæðið lokað fyrir allri umferð meðan á malbikun stendur. Strætisvagnar keyra um Bröttusíðu og Borgarbraut að Merkigili á meðan. Biðskýli í Bugðusíðu og Vestursíðu verða því ekki virk á þessum tíma. Reiknað er með að framkvæmdir standi yfir fram yfir miðja viku en opnað verður aftur fyrir umferð um leið og færi gefst.
Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ segir að beðist sé velvirðingar vegna óþæginda sem af þessu kunna að hljótast og um leið er óskað eftir að vegfarendur sýni tillitsemi meðan á framkvæmdum stendur.