Loka þarf Vestursíðu á morgun vegna framkvæmda

Höfuðstöðvar Nörðurorku. Mynd: Hörður Geirsson.
Höfuðstöðvar Nörðurorku. Mynd: Hörður Geirsson.

Vegna framkvæmda við hitaveitu í Vestursíðu þarf að loka fyrir vatnið á morgun, fimmtudaginn 3. maí frá kl. 7.45 og fram eftir degi. Tilkynningar hafa verið bornar út í pósti til húsráðenda á viðkomandi svæði. Vakin er athygli á því að loka þarf Vestursíðunni fyrir umferð ökutækja annarra en Strætisvagna Akureyrar vegna framkvæmdanna. Hluti af hönnun hitaveitunnar í árdaga hennar voru svonefndir hitaveitubrunnar sem eru steinsteypt jarðhýsi þar sem ýmsar tengingar lagna koma saman, þenslustykki, kranar o.fl.   Með breyttri tækni og efni eru þessir brunnar orðnir úreltir og langtímaáætlanir gera ráð fyrir því að þeir verði allir lagðir af.  Smátt og smátt er því unnið að því að fjarlægja þá úr dreifikerfi hitaveitunnar og einn slíkur verður fjarlægður úr Vestursíðu á morgun, segir í tilkynningu frá Norðurorku.

 

 

Nýjast