Búist er við því að Alþingi afgreiði frumvarp varðandi stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir jól. Í því eru áform stjórnvalda um lögþvingun sameiningar sveitarfélaga.
Sveitarfélög sem ekki ná 1000 íbúum eigi síðar en árið 2026 verður skylt að sameinast öðru sveitarfélagi, eða sveitarfélögum. Tillagan hefur mætt andstöðu margra af minni sveitarfélögum landsins. T.a.m. hafa sveitarstjórar í Grýtubakkahreppi og Svalbarðsströnd í Eyjafirði líst yfir andstöðu sinni hér á síðum blaðsins.