Lögþvingun um sameiningu líklega afgreidd fyrir jól

Svalbarðsströnd.
Svalbarðsströnd.

Bú­ist er við því að Alþingi af­greiði frum­varp varðandi stefnu­mót­andi áætl­un í mál­efn­um sveit­ar­fé­laga fyr­ir jól. Í því eru áform stjórn­valda um lögþving­un sam­ein­ing­ar sveit­ar­fé­laga.

Sveitarfélög sem ekki ná 1000 íbúum eigi síðar en árið 2026 verður skylt að sameinast öðru sveitarfélagi, eða sveitarfélögum. Tillagan hefur mætt and­stöðu margra af minni sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. T.a.m. hafa sveitarstjórar í Grýtubakkahreppi og Svalbarðsströnd í Eyjafirði líst yfir andstöðu sinni hér á síðum blaðsins.


Athugasemdir

Nýjast