Lögreglumenn óánægðir með seinagang hjá samninganefnd ríkisins

Aðalfundur í Lögreglufélagi Eyjafjarðar, sem haldinn var nýlega, samþykkti ályktun, þar sem lýst er yfir megnri óánægju yfir því áhugaleysi og seinagangi sem ríkir hjá samninganefnd ríkisins í kjaraviðræðum við Landssamband lögreglumanna.   

Aðalfundurinn skorar á samninganefnd ríkisins að koma nú þegar að samningaborðinu með ásættanlegt tilboð um kjarabætur til handa lögreglumönnum.  Ekki verður lengur við það unað að kjarasamningar lögreglumanna, sem hafa verið lausir frá 31. maí 2009, séu áfram ófrágengnir, segir ennfremur í ályktuninni.

Nýjast