Lögreglan óskar eftir vitnum

Lögreglan á Akureyri óskar eftir að komast í samband við vitni að umferðarslysi sem varð í bænum laugardagskvöldið  7. febúar um klukkan 22:30 Ekið var á  gangandi vegfaranda á Skógarlundi við Tjarnarlund . Sá sem ekið var á, var á gangbraut og því sem næst kominn yfir götuna,  en hann gekk til vesturs. Hann sagði lögreglunni að bíll, sem ekið var norður Skógarlund hafi stoppað við gangbrautina og hleypt honum yfir og ekið síðan áfram norður Skógarlund.

Lögreglan á Akureyri óskar eftir að komast í samband við vitni að þessu umferðarslysi eða þá sem komu að því eftir að það gerðist.

Nýjast