06. apríl, 2009 - 13:40
Fréttir
Lögreglan á Akureyri framkvæmdi húsleit í íbúð hjá karlmanni á fimmtugsaldri í gærmorgun og fundust þar um 15
grömm af kókaíni og lítilræði af sterum. Manninum var sleppt og lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Einn karlmaður á
þrítugsaldri sem var gestkomandi í íbúðinni reyndist svo hafa einn neysluskammt af fíkniefnum á sér.
Í gærkvöld fannst síðan pakkning með um 100 grömmum af ætluðum fíkniefnum við þjóðveginn í nágrenni
Akureyrar. Enginn eigandi hefur gefið sig fram. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800 5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um
fíkniefnamál.