Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Emilíönu Andrésardóttur

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Emilíönu Andrésardóttur, sem fór að heiman frá sér um kl. 20.00 þann 14. október s.l.   Eftir það hefur ekkert til hennar spurst. Emilíana er fædd árið 1996.  Hún er dökkhærð og að því talið er með hárið spennt upp.   Síðast þegar vitað var, var hún klædd í fjólubláar buxur, græna rennda hettupeysu, í svarta skó með bleikum reimum og bleikum röndum og með hvíta hliðartösku með bleikum hliðum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Emilíönu eða vita hvar hún er stödd eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464 7705.

Nýjast