Síðastliðið laugardagskvöld voru síðan þrír aðilar á tvítugs- og þrítugsaldri handteknir með lítilræði af kannabisefnum í fórum sínum. Í framhaldinu var gerð húsleit í íbúð þar sem fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu auk smáræðis af kannabisefnum.
Fíkniefnamálum hefur fjölgað jafnt og þétt á Akureyri þetta árið og virðist ekkert lát þar á. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.