Frumsýna Tröll í Hofi

Tröll er gert að fyrirmynd teiknimyndarinnar Trolls.
Tröll er gert að fyrirmynd teiknimyndarinnar Trolls.

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir Tröll í Menningarhúsinu Hofi, sunnudaginn 16.febrúar. Verkið er ný leikgerð eftir Jokku G. Birnudóttur og Kolbrúnu Lilju Guðnadóttur að fyrirmynd teiknimyndarinnar Trolls.

Í tilkynningu frá LMA segir að sagan sé full af boðskap og fjalli um að þú þurfir ekki utanaðkomandi áhrif til að gleðja þig. Það býr innra með þér. Tónlistin í verkinu er vel þekkt, frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum.

„Því er hér um að ræða skemmtun fyrir alla fjölskylduna,“ segir í tilkynningu en leikstjóri er Kolbrún Lilja Guðnadóttir. Sýningar verða sunnudaginn 16.febrúar kl.14:00 og kl.17:00 og sunnudaginn 23.febrúar kl.14:00 og kl.17:00. Miðasala er á mak.is


Athugasemdir

Nýjast