19. október, 2009 - 11:34
Fréttir
Erlendur Bogason kafari sýnir ljósmyndir á Læknastofum Akureyrar, sem teknar hafa verið í sjó, ám og vötnum norðanlands
árið 2009. Erlendur hefur áður haldið bæði ljósmynda- og kvikmyndasýningar. Hann byrjaði að taka neðansjávarmyndir árið
1996.
Ljósmyndir hans hafa birst víða og meðal annars í hinu virta vísindatímariti Nature. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-16 á
6. hæð í Krónunni, Hafnarstræti 97.