Ljósmyndasýning á flugvellinum

Í ár eru 20 ár frá því Háskólinn á Akureyri var stofnaður. Í tilefni af þessu stórafmæli hafa nemendur á öðru ári í fjölmiðlafræði efnt til ljósmyndasýningar. Sýningin heitir "Tuttugu". Opnunin er í dag, fimmtudaginn 29. mars kl. 17:00 á flugvellinum á Akureyri. Myndirnar sýna 20 úrskriftarnemendur og hvað þeir eru að gera eftir útskrift frá skólanum og hvernig námið hefur nýst þeim. Sýningin mun svo flakka á milli innanlandsflugvalla landsins. Ljósmyndari sýningarinnar er Ragnhildur Aðalsteinsdóttir nemi á þriðja ári í fjölmiðlafræði.

Nýjast