Ljósmyndarölt um Brekkuna og miðbæinn

Mynd/Björn Jóhannesson.
Mynd/Björn Jóhannesson.

Um tuttugu meðlimir í ljósmyndaklúbbnum ÁLKA á Akureyri tóku þátt í alþjóðlega ljósmyndaviðburðinum Scott Kelby WorldWide Photo Walk sem fram fór í byrjun október. Alls voru 16.339 skráðir á heimsvísu í 865 göngum.

Á Akureyri fór hópurinn í göngutúr um Neðri-Brekkuna og miðbæinn og tóku myndir af því sem á vegi þeirra varð. Vikudagur fékk að birta valdar myndir frá göngunni en nálgast má myndaopnu í net-og prentúgáfu blaðsins. 

 


Nýjast