Ljósin á jólatrénu tendruð á morgun

Mynd/Akureyri.is
Mynd/Akureyri.is

Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu á Akureyri kl. 16:00 á morgun, laugardag, þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu frá vinabænum Randers í Danmörku. Jólaandinn mun svífa yfir vötnunum, leikin verða falleg jólalög, Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri færir bæjarbúum tréð að gjöf og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir nokkur orð.Að því loknu verður kveikt á ljósunum og því næst syngur Stúlknakór Akureyrarkirkju nokkur lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.

Rúsínan í pylsuendanum er auðvitað að jólasveinar skjótast til byggða, sprella eitthvað og gefa börnunum ávöxt. Kynnar verða Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast