Ljósi varpað á fjörumenn og flakkara á sýningu í Laxdalshúsi

Sýningin Förumenn og flakkarar, opnar í Laxdalshúsi á Akureyri laugardaginn 11. apríl kl. 14:00. Markmiðið með sýningunni er að varpa nokkru ljósi á förumenn og flakkara. Betl, förumennska og vergangur var umborið á fyrri tíð, enda höfðu förumenn ákveðið hlutverk í samfélaginu, s.s. að flytja fréttir, segja sögur, kveða og fara með þulur, ásamt smákaupskap og lausavinnu.   

Þegar vel áraði var umburðarlyndið gagnvart þeim meira og þeir fóru síður svangir frá bæ. Má segja að þeir hafi fengið sögulaun og oft voru þetta viðburðir í sveitum þegar förumenn komu á bæi. Úr slíku dró í slæmu árferði, þá gekk nánasta heimilisfólkið fyrir og þeir lægra settu liðu skort. Laxdalshús verður opið alla páskahelgina milli 14:00-17:00. Höfundar sýningarinnar eru Þórarinn Blöndal myndlistarmaður og Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur.

Nýjast