„Litla barnið komið með háskólapróf"

Höfuðstöðvar Kjarnafæðis á Svalbarðsströnd.
Höfuðstöðvar Kjarnafæðis á Svalbarðsströnd.

„Afmælisbarnið ber sig ótrúlega vel á þessum tímamótum,“ segir Gunnlaugur Eiðsson aðstoðarframkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Kjarnafæðis, en fyrirtækið fagnaði 30 ára afmæli sínu nýverið. Fyrirtækið flutti alla sína starfsemi á Svalbarðseyri á liðnu ári og hefur byggt þar upp fullkomna aðstöðu.

Þar eru fyrir hendi möguleikar til að auka við starfsemina ef sú staða kemur upp í framtíðinni, en einnig eru staðurinn aðaleigendum Kjarnafæðis, bræðrunum Eiði og Hreini Gunnlaugssonum kær því þar ólust þeir upp. Nánar er fjallað um málið og rætt við Gunnlaug í prentútgáfu Vikudags

Nýjast