„Lítill engill sem við fengum að láni"

Mikael Smári ásamt móður sinni Huldu Dröfn.
Mikael Smári ásamt móður sinni Huldu Dröfn.

Mikael Smári Evensen er þriggja ára drengur sem glímir við afar sjaldgæfan sjúkdóm. Um er að ræða erfðasjúkdóm sem leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið. Hér á landi greinist sjúkdómurinn á 10-20 ára fresti og er talið að eitt barn af hverjum 40.000-100.000 greinist með hann. Lífaldur þeirra sem greinast með sjúkdóminn er vanalega ekki hár og hafa læknar tjáð foreldrunum að bestu ár drengsins séu núna.

Vikudagur spjallaði við móður Mikaels, Huldu Dröfn Jónsdóttur, og heyrði sögu þeirra en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins sem kemur út í dag.

-þev

Nýjast