Listakonan Jónborg Sigurðardóttir, Jonna, stendur senn á tímamótum en hún fagnar fimmtugsafmæli sínu á næsta ári og segist sannfærð um árið 2016 verði hennar ár. Jonna er fimm barna móðir og segist óðum vera að finna fjölina á ný eftir að hafa gengið í gegnum erfiðan skilnað. Vikudagur heimsótti Jonnu og spjallaði við hana um sköpunarþörfina, draumana, baráttuna við Bakkus og hvernig listin hjálpaði henni yfir erfiðan hjalla í lífinu.
Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.