Listaverki stolið úr hólmanum í Leirutjörninni

Í síðustu viku var settur upp skúlptúr/innsetning eftir Baldvin Ringsted í hólmanum í Leirutjörninni á vegum Gallerí Viðáttu601. Verkið er búið til úr gömlu og hálfónýtu trommusetti en í morgun var búið að stela því. Heilmikið hefur þurft að hafa fyrir þessu því búið var að fylla trommurnar af grjóti og festa verkið allt saman.  

Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglu og ef einhverjir hafa upplýsingar um málið eru þeir beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri.

Nýjast