Í dag og á morgun á föstudag er Hæfingastöðin með sinn árlega vormarkað. Á morgun sýnir hópur sem kallar sig Hugsanablöðruna og er á vegum Fjölmenntar leikritið Ævintýrastundin í leikstjórn Sögu Jónsdóttur. Leikritið verður sýnt í Brekkuskóla og koma fjölmargir að sýningunni. Nemendur við Fjölmennt verða einnig í aðalhlutverki á Amtsbókasafninu á laugardagsmorgun þegar opnar þar sýningin Hafið en þetta er samsýning allra þeirra sem nema við Fjölmennt. Á laugardaginn verður svo hátíðardagskrá í Ketilhúsinu þar sem Hermann Jón Tómsson bæjarstjóri setur dagskrána en þar verður ljóðalestur, dans, leiklist og tónlist. Að dagskrá lokinni verða kaffi og vöfflur sem Þroskahjálp sér um. Það eru allir hjartanlega velkomir að njóta skemmtilegrar dagskrár í Ketilhúsinu. Klukkan 17 á laugardag verður opnun á Café karólínu og enn eru það nemendur við Fjölmennst sem sýna. Allar nánari upplýsingar um List án landamæra er að finna á slóðinni www.listanlandamaera.blog.is