List án landamæra á Akureyri 2015 verður sett í Hofi á morgun, fimmtudag, klukkan 17:00. Listamaður hátíðarinnar að þessu sinni er Akureyringurinn Karl Guðmundsson, Kalli. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Íris Stefanía Skúladóttir, setur hátíðina og á dagskránni er leikgerð af sögu Jóns Hlöðvers Áskelssonar, þar sem nemendur Fjölmenntar eru í aðalhlutverkum. Leikstjórn er í höndum Skúla Gautasonar og um tónlistina sér Jón Hlöðver.
Að lokinni dagskrá verða veitingar í boði Þroskahjálpar og Sjálfsbjargar. Auk opnunarhátíðarinnar eru á dagskrá Listar án landamæra á Akureyri opnanir myndlistarsýninga í Deiglunni,Eymundsson og Grófinni geðverndarmiðstöð og handverksmarkaður í Skógarlundi.
Dagskrá Listar án landamæra er að finna á síðunni www.listin.is og á Facebook.