Lionsklúbbur Akureyrar hefur fært leikskólanum Krógabóli á Akureyri kúluábreiðu og tvær kúlusessur að gjöf. Þessi hjálpartæki nýtast börnum með ólíkar þarfir, t.d. börnum með athyglisbrest og ofvirkni, spasma, krampa, heilalömun, skynörðugleika, þroskahömlun og einbeitingarörðugleika.
Einnig nýtast sessurnar og ábreiðurnar vel til að þjálfa jafnvægi og skynjun. Gjafirnar hafa þegar verið teknar í notkun og eiga eftir að nýtast vel á Krógabóli á komandi árum, segir í tilkynningu.