Þessi bifreið hefur verið á rekstrarleigu undanfarin ár og Lionshreyfingin greitt allan rekstrarkostnað. Lionshreyfingin afhenti með bifreiðinni rekstrarfé að upphæð 2,5 milljónir króna sem ætlað er að standa undir rekstrarkostnaði bifreiðarinnar næstu árin. Verðmæti bifreiðarinnar ásamt rekstrarfé er um 6,5 milljónir króna.
Lionshreyfingin gerir ráð fyrir að gjöf þessi muni veita vistmönnum heimilisins áframhaldandi ferðafrelsi og ánægju. Lionshreyfingin á Íslandi stóð fyrir landssöfnun undir merki Rauðu fjaðra árið 2004. Þessi söfnun var tileinkuð "Langveikum börnum". Í samráði við regnhlífasamtök langveikra barna var ákveðið að verja söfnunarfénu til að greiða kostnað vegna sérútbúinna bifreiða fyrir fatlaða. Tvær sérútbúnar bifreiðar voru pantaðar og hafa þær verið staðsettar á vistheimilinu Rjóðri í Kópavogi og Skammtímavistun við Skólastíg á Akureyri.