Lindex til Akureyrar

Samningurinn handsalaður
Samningurinn handsalaður

Lindex hefur ákveðið að opna 470 fermetra verslun í Glerártorgi á Akureyri um miðjan ágúst. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 450 verslanir í 16 löndum. Gera má ráð fyrir að um 12 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Akureyri.

 „Þetta er frábært næsta skref fyrir okkur en við opnuðum Lindex í Smáralind árið 2011, Lindex Kids í Kringlunni á síðasta ári og nú er komið að því að opna á Glerártorgi.  Við erum þakklát fyrir hversu vel hefur tekist til með staðsetningu og hlökkum mikið til að bjóða Akureyringum og nærsveitungum upp á tískuupplifun á heimsmælikvarða“ segja þau Lóa D. Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, umboðsaðilar Lindex á Íslandi í tilkynningu í morgun.

Nýjast