Mikill fjöldi fólks var samankominn í miðbæ Akureyrar í nótt en hátíðin Ein með öllu fer fram í bænum nú um verslunarmannahelgina. Nóttin gekk ágætlega fyrir sig að sögn lögreglu en þó barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í miðbænum seint í nótt. Árásamaðurinn var handtekinn og gistir nú fangageymslur. Töluverður fjöldi gesta er á tjaldsvæðunum á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og á Hamri.