Lífstílstengdir sjúkdómar munu margfaldast

Kostnaður heilbrigðiskerfisins gæti tvöfaldast á næstu 20 árum vegna lífstílstengdra sjúkdóma. Ástæðan er aukið hreyfingarleysi meðal barna og unglinga í dag. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr ráðherranefnd sem sett var á laggirnar í mars í fyrra um lýðheilsumál. Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi, tók málið fyrir í utandagskrárumræðu á Alþingi í vikunni undir yfirskriftinni „Þjóðarvá“.

Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og kennari á Akureyri, hefur fylgst náið með rannsóknum um lýðheilsumál hér á landi undanfarin ár og segir stefna í óefni verði ekkert að gert. Breyti þurfi aðalnámskrá í skóla og gefa íþróttum og hreyfingum svipað vægi og bóknámi á öllum skólastigum.

Akureyrarbær réð á sínum tíma íþróttafræðing inn á leikskóla sem sérhæfði sig í hreyfingu ungra barna. Jóhannes vill taka þetta fyrirkomulag upp aftur og efla það ennfrekar.

-þev

Ítarlega er fjallað um þetta mál og rætt við Jóhannes Gunnar í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær

Nýjast