Lifir stórborgarlífi á Akureyri

Tónskáldið og gítarleikarinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson steig út úr þægindarammanum og fluttist búferlum þvert yfir landið með alla fjölskylduna. Hann tók við starfi tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar um áramótin og hefur á stuttum tíma látið mikið af sér kveða. Þorvaldur er einna þekktastur fyrir að stofna Todmobile á sínum tíma og þá muna margir eftir honum sem einum af þremur dómurum í Idol-stjörnuleit.

Auk þess að semja sína eigin tónlist og fyrir aðra tónlistarmenn hefur Þorvaldur samið tónlist við heila sex söngleiki.

Vikudagur spjallaði við Þorvald um flutningana til Akureyrar,tónlistina, Todmobile, fjölskylduna og lífið. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.

-þev

Nýjast