„Lífið var frábært en svo hrundi allt saman"

Eymundur Eymundsson (t.v.) og Leó Sigurðsson. Mynd/Þröstur Ernir
Eymundur Eymundsson (t.v.) og Leó Sigurðsson. Mynd/Þröstur Ernir

Eymundur Eymundsson og Leó Sigurðsson glíma báðir við geðraskanir sem hefur haft mikil áhrif á líf þeirra. Eymundur hefur glímt við þunglyndi, félagsfælni og kvíða frá barnsaldri og Leó er greindur með geðhvarfarsýki. Leó stundar nám við Verkmennaskólann á Akureyri í fjarnámi og Eymundur er einn stofnenda Grófinnar á Akureyri, sem fagnar eins árs afmæli sínu í dag, Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Hann segir viðtökurnar hafa verið miklar.

Þeir Eymundur og Leó settust niður með blaðamanni Vikudags og sögðu frá sinni reynslu og mikilvægi Grófarinnar til þess vekja athygli á umræðunni um geðverndarmál. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags

 

Nýjast