Lífæð á Norðurlandi lokað

Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar ákvörðunar forsvarsmanna Vegagerðarinnar að fækka snjómokstursdögum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að með þessari tilhögun sé skorið á lífæð milli Norður- og Austurlands.

 

„Að ætla einungis að ryðja leiðina á þriðjudögum og föstudögum er engan veginn boðlegt. Þessi ákvörðun kemur til með að bitna á daglegu lífi fólks í þessum landshlutum og í raun Íslendinga allra. Þetta bitnar harkalega á fólki sem þarf að sækja sér þjónustu á milli landshlutanna, dregur mjög úr öryggi þeirra sem þurfa fyrirvaralaust að leita sér heilbrigðisþjónustu, stríðir gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar og einnig er fyrirséð að fyrirtæki á svæðinu tapi umtalsverðum fjármunum vegna vöruflutninga og flutnings á ferskri matvöru ef akstursleiðin um Öræfin teppist vegna fannfergis,“ segir Eiríkur Björn.

Nýjast