Rjómablíða er á Akureyri í dag en hátíðin Ein með öllu fer fram í bænum nú um verslunarmannahelgina. Gestir hátíðarinnar nutu veðurblíðunnar og var töluverður fjöldi fólks samankominn í miðbænum. Margt er í boði fyrir alla aldurshópa og er þétt dagskrá er Ráðhústorgi til kl. 17:00 í dag. Í kvöld verður svo mikil tónlistarveisla á torginu sem hefst kl. 21:00.