Páskavertíðin hjá okkur byrjaði síðasta föstudag og vikan hefur verið mjög lífleg, segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Búast má við að fjöldi gesta muni leggja leið sína í fjallið um páskana og á Guðmundur von á því að gestir verði á bilinu 2000-3000 á dag. Páskarnir og vetrarfríin eru stærstu dagarnir hjá okkur en auðvitað spilar veðrið inn í. Mér sýnist að veðurspáin sé þokkaleg, ég hef séð betri spá en þetta sleppur örugglega. Við erum alla vega bjartsýn hérna upp frá um að páskarnir verði góðir, segir Guðmundur.
Hann segir nægan snjó í fjallinu og aðstæður til skíðaiðkunar eins og best verður á kosið. Lengur verður opið um helgina en vanalega eða frá klukkan níu á morgnana til fjögur.
throstur@vikudagur.is