Líf og fjör í Hlíðarfjalli

„Þetta er búinn að vera ljómandi fínn dagur og skemmtilegir dagar framundan," sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, þegar við spjölluðum við hann fyrir nokkrum mínútum. Guðmundur sagði að um 1300 gestir hafi heimsótt Hlíðarfjall í dag. „Skírdagur hefur aldrei verið með fjölmennnustu dögunum í þessum páskalotum, það eru föstudagurinn og páskadagur. Aðstæður hér í Hlíðarfjalli eru mjög góðar, við erum önnum kafnir við að framleiða snjó og höldum því áfram til morguns. Það bendir ekkert til annars en að þetta verði mjög góðir páskar hjá okkur ef við fáum gott veður" sagði Guðmundur.

Nýjast