Líf og fjör í Hatta- og pilsamóti

Mikil gleði ríkti á vellinum og stelpurnar mættu í sínu fínasta pússi. Mynd af vefsíðu Golfklúbbs Ak…
Mikil gleði ríkti á vellinum og stelpurnar mættu í sínu fínasta pússi. Mynd af vefsíðu Golfklúbbs Akureyrar

Góð þátttaka var í hinu árlega Hatta-og pilsamóti Golfklúbbs Akureyri sem haldið var að venju á Jaðarsvelli. Stelpurnar mættu í sínu besta pússi, í pilsi og með hatt. Mikil gleði ríkti á vellinum og að leik loknum varð boðið upp á ljúffengar veitngar.

Spilað er með svonefndu Texas scramble fyrirkomulagi. Unnur Elva Hallsdóttir og Ólína Aðalbjörnsdóttir urðu í fyrsta sæti, með 33 högg með forgjöf, Guðrún Sigríður Steinsdóttir og Elín Guðmundsdóttir í öðru sæti með 36 högg með forgjöf og í því þriðja urðu Jónasína Arnbjörnsdóttir og Kristín Björnsdóttir.

Hanna Ingibjörg Árnadóttir fór næst holu á 18. braut, Elín Guðmundsdóttir fór næsta miðju á 16. braut, þær Aðalheiður Alfreðsdóttir og Jóna Sigurbjörg Arnórsdóttir tóku fæst pútt, en Sólveig Erlendsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir flottasta dressið. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Akureyrar.

 

Nýjast