Líf í skugga fíkniefna

Inga Lóa Birgisdóttir. Mynd/Þröstur Ernir.
Inga Lóa Birgisdóttir. Mynd/Þröstur Ernir.

„Synir mínir byrjuðu í neyslu fljótlega eftir fermingaraldurinn. Til að byrja með var þetta kannibisneysla og áfengisdrykkja en fór síðar út í harðari efni,“ segir Inga Lóa Birgisdóttir, þriggja barna móðir á Akureyri. Hún hefur horft upp á tvo syni sína verða fíkniefnum að bráð og vill vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar fíkniefnaneyslu. Inga Lóa er í opinskáu og einlægu viðtali í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.

„Ég held að eitt það hræðilegasta sem foreldri lendir í sé að horfa upp á barnið sitt eyðileggja líf sitt. Þetta er vandamál sem leggst ekki bara á fíkilinn sjálfan heldur alla þá sem eru í kringum hann. Sambýlismaðurinn minn gafst t.d. upp og labbaði út. Hann gat ekki meir.“

throstur@vikudagur.is

Nánar í prentútgáfu Vikudags í dag.

Nýjast