29. janúar, 2007 - 16:06
Fréttir
Líðan vélsleðamannsins sem lenti í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli fyrir rúmri viku er talin vera betri, en honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt fyrri upplýsingum Vikudags.is um líðan mannsins er hann talinn óbrotinn, Maðurinn grófst á tveggja metra dýpi í snjóflóðinu en félagar hans voru fljótir að grafa hann upp og blása í hann lífi. Fréttir af líðan mannsins nú gefa vonir um að hægt verði að vekja hann á næstu dögum.