Jafnt var eftir fyrsta hluta keppninnar, 10-10 en Akureyringar náðu fimm stiga forystu eftir bjölluspurningarnar, 18-13. Lið Reykjanesbæjar náði eins stigs forystu eftir leikna hlutann og eftir flokkaspurningarnar var staðan aftur jöfn 58-58. Suðurnejsaliðið stóð sig svo betur á lokasprettinum og landaði sigri. Liðið mætir Reykjavík í undanúrslitum eftir hálfan mánuð en eftir viku eigast við lið Fljótsdalshéraðs og Garðabæjar, í hinni undanúrslitaviðureigninni. Lið Akureyrar var sem fyrr skipað þeim Erlingi Sigurðarsyni, Hildu Jönu Gísladóttur og Pálma Óskarssyni.