28. janúar, 2010 - 13:12
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var tekið fyrir erindi frá Erlingi Guðmundssyni formanni Hestamannafélagsins Léttis þar
sem hann óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar við umsókn félagsins við að halda Landsmót hestamanna sumarið 2014 á
félagssvæði sínu á Akureyri. Bæjarráð samþykkti að lýsa yfir stuðningi við umsókn félagsins.
Jafnframt bauð bæjarráð fram aðstoð sína vegna kynningarmála fyrir LH og var starfsmönnum Akureyrarstofu falinn frekari undirbúningur
málsins.