Lét hanna göngustíg við Pollinn

Sigfús Karlsson/mynd Karl Eskil
Sigfús Karlsson/mynd Karl Eskil

„Ég hef hugsað um mögulega útfærslu á skemmtilegum stíg við Pollinn hérna á Akureyri í töluverðan tíma. Ég leitaði í fyrra til Arnars Birgis Ólafssonar landlagsarkitekts, sem hjálpaði mér við að útfæra hugmyndina, stígurinn liggur á milli Torfunefnsbyggju og Höepfnersbryggju,“ segir Sigfús Karlsson fulltrúi Framsóknarflokksins í framkvæmdaráði Akureyrarbæjar. Tillagan hefur þegar verið kynnt fyrir ráðinu og segir Sigfús að viðbrögðin hafi verið jákvæð.

Sigfús ræddi við fjölda fólks á Akureyri um hvað það sæi fyrir sér. "Þá kom meðal annars fram hugmyndin um að gera göngustíg í „bryggjustíl“ og síðan þá hef ég verið að þróa hana með mér með þessum árangri.“

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast