Í Strandgötunni á Akureyri þar sem gamla fiskbúðin var áður til húsa hefur Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari komið sér upp verkstæði og verslun en hún rekur fyrirtækið Djulsdesign. Júlía útskrifaðist með meistarapróf í gullsmíði árið 2011 og lærði einnig skrautgröft og steinaísetningu í Flórens á Ítalíu.
Júlía hefur sérhæft sig í hinu forna handbragði við að smíða víravirki, ásamt því að kenna þetta forna handbragðið víða um land en Júlía hefur lokið kennsluréttindum í faginu. Hún vann silfurverðlaun á Norðurlandakeppni í gullsmíði árið 2009 og segir spennandi verkefni að hasla sér völl í sínum gamla heimabæ. Vikudagur kíkti í heimsókn til Júlíu en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.