Jafnframt var samþykkti bæjarráð að heimila unglingaskemmtanir í KA-heimilinu á laugardags- og sunnudagskvöldi frá kl. 23:00 til 03:00 bæði kvöldin. Elín Margrét Hallgrímsdóttir lét bóka á fundi bæjarráðs að hún teldi það ekki samrýmast markmiðum fjölskylduhátíðar, þar sem hvatt er til samveru fjölskyldna, að lengja opnunartíma skemmtistaða. Þá ættu unglingaskemmtanir að vera að kvöldi til en ekki fram á miðar nætur.