Flautað verður til leiks í dag í Lengjubikarkeppni KSÍ í karlaflokki með fjórum leikjum, þar sem KA og Þór verða bæði í eldlínunni. Þór leikur í riðli 1 ásamt Fylki, Stjörnunni, Grindavík, Haukum, Fjarðabyggð, ÍA og Njarðvík. KA leikur í riðli 2 ásamt FH, Fram, Val, Selfossi, Fjölni, Leikni R. og Víkingi R.
Þór mætir Fjarðabyggð kl. 14:00 í dag á Reyðarfirði en KA sækir Víking R. heim í Egilshöllina kl. 17:00.