27. apríl, 2010 - 15:23
Fréttir
Hver er stefnan í menningarmálum? er yfirskrift fundar sem Myndlistarfélagið boðar til með fulltrúum framboðanna til sveitarstjórnarkosninga
á Akureyri, í Deiglunni á morgun, miðvikudaginn 28. apríl kl. 20.00. Fundarstjóri er Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur.
Á fundinum verður m.a. leitað svara við spurningum um hvort selja eigi Ketilhúsið, hvort 50% niðurskurður á starfslaunum bæjarlistamanns
sé réttlætanlegur og hver sé heildarkostnaður við byggingu Hofs. Allir sem láta sig Gilið og menningu varða eru hvattir til að mæta.