09. febrúar, 2007 - 16:30
Fréttir
Lögreglan á Akureyri leitar tveggja vélsleða og sleðakerru sem stolið var frá Frostagötu á tímabilinu 29. - 31. janúar... Vélsleðarnir eru báðir af Yamaha gerð, annar blár en hinn svartur. Kerran er grá á lit, án skjólborða. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um þessi farartæki snúi sér til lögreglu í síma 464-7700.