Þær hugmyndir að nafni sem taldar eru koma til greina, verða sendar til örnefnanefndar til umsagnar, sbr. 4. gr. sveitarstjórnarlaga. Síðan verður kosið um þær þeirra sem örnefnanefnd samþykkir, samhliða sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Lokaákvörðun um nafnið er svo í höndum sveitarstjórnar. Þetta kemur fram á vef Hörgárbyggðar.