Leikurinn fyrst svo farið í loðnu

„Við erum inni á Seyðisfirði að taka nótina um borð. Það er hins vegar einhver bræluskítur úti þannig að við horfum á handboltaleikinn gegn Túnis í dag og förum svo að hugsa okkur til hreyfings," sagði Gunnar Jónsson háseti á nótaskipinu Súlunni EA þegar Vikudagur.is ræddi við hann nú fyrir skömmu. Prýðileg loðnuveiði var um helgina og fram á mánudag en síðan hefur ekki viðrað vel til veiða. Þeir á Súlunni eru að hefja vertíðina og sagði Gunnar að upphafskvóti Súlunnar væri 3.700 tonn. „Við verðum fljótir að ná þessu, tökum þetta í fimm ferðum og vonandi er þetta bara upphafskvótinn. Við værum í ágætum málum ef við fengjum annan eins viðbótarkvóta," sagði Gunnar.

Nýjast